|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, mars 14, 2004
Bræðralag mun verða stofnað, þar verður enginn eyland.
ónei, svo aldeilis ekki.
Það er nú bara alls ekkert grín að vera svín.
föstudagur, mars 12, 2004
jæja... allir búnir að taka þetta og eru með einhverjar grilljónir á ári..
jájá, ég er bara atvinnuÞJÓFUR!?
fimmtudagur, mars 11, 2004
Gangaslagurinn var í dag. Frábært þetta.
Ég var á fremstu víglínu, kæmi mér ekki á óvart þó að það birtist mynd af mér í Morgunblaðrinu á morgun.
Gangaslagurinn byrjaði, ég tók á móti hóp stelpna sem fór fyrir aumingjunum í 6. bekk og þær náðu einhvernveginn að smjúga í gegnum greipar mínar. Nú, svo komu drengirnir, þá kárnaði gamanið. Þeir komu æðandi niður stigann eins og brennimerktir bavíanar með geitung í rassgatinu og lentu beint á mér. Síðan komu fleiri yngribekkingar mér til hjálpar en það dugði ekki lengi þar sem 6. bekkingarnir byrjuðu að stökkva á hópinn og klifra yfir alla. Þá hafði ég verið kýldur einusinni, fengið eitt hnéspark og eitt olnbogaskot, í andlitið. Slagurinn hélt nú samt áfram og eftir smá lýsis, svita -og barnaolíudrykkju var bjöllunni hrngt af Davíð Halldór, 6. X. Þá var bolurinn minn þakin eigin blóði og andlitið líka.
Stigagjöf
(af fimm stjörnum)
Brútalismi: *****
Skemmtanagildi:***
Blóð:*****
Sigurvegarar:**
-----
Overall: *** og 3/4
eða 3.75
miðvikudagur, mars 10, 2004
Það er svo erfitt að vera ég... =(
|
|
|