|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Þá er Eurovision byrjað aftur. Versti tími ársins er genginn í garð. Þetta eru lögin sem komust áfram eftir fyrstu undanúrslitakeppnina í Eurovision, 21. janúar:
Það sem verður eftir Hallgrím Óskarsson, í flutningi Friðriks Ómars
Stundin - staðurinn eftir Ómar Þ. Ragnarsson, í flutningi Þóru Gísladóttur og Edgards S. Atlasonar
Þér við hlið eftir Trausta Bjarnason, í flutningi Regínu Óskar
Strengjadans eftir Davíð Þ. Olgeirsson, í flutningi höfundar
Nú veit ég ekki hvort að þið hafið heyrt þessi lög en ég segi með fullri vissu að við eigum ekki eftir að lenda ofar en 20. sæti. Þetta er allt svo djöfulli glatað. Íslenskum fjölmiðlum hefur enn ekki tekist að íslenska seinni helminginn af orðinu og segja því enn "evróvision", hvernig sem það atvikaðist. Að horfa á þessa undankeppni var hrein pína. Afhverju þurfa öll þessu lög að vera svona ótrúlega ófrumleg, flöt, væmin og bara glötuð yfir höfuð? Afhverju getur ekki bara einusinni komið gott lag í þessa keppni? ...Svona eins og Botnleðja? ...og banna öllum yngri en 16 ára að kjósa. Ég sver það, ef lögin þarna verða öllu væmnari held ég að kók verði ekki mesti tannskelfir þjóðarinnar. Hvaða bandsjóðandivitlausa bavían datt í hug að hleypa þessu gargi áfram!? Heyrir enginn annar en ég að þetta hljómar allt eins og ruslakvörnin hjá Sorpu!? Afhverju komast bara léleg lög áfram!? Er eitthvað skilyrði fyrir því að lög komist áfram að þau séu væmin, ófrumleg og skrifuð af Þorvaldi Bjarna!? Ég skil ekki hvað er í gangi! Er þetta virkilega það sem íslenska þjóðin vill senda út í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Ég veit ekki um neinn sem finnast þessi lög góð! Ekki eina einustu manneskju! Hver stjórnar þessu!? Halló! Heyrir einhver í mér!?
ER ÉG SÁ EINI SEM SÉR EITTHVAÐ RANGT VIÐ ÞETTA!?
mánudagur, janúar 23, 2006
Við vorum að borða kvöldmat sem ég eldaði. Ég var fyrstur til þess að klára, stóð því upp, hreinsaði af disknum mínum, skolaði af honum og glasinu og skellti því í uppþvottavélina. Svo bjóst ég til útgöngu úr eldhúsinu þegar pabbi greip í mig.
"Hvað segirðu þá?" spurði hann mig. "Ha? Bara allt í fína." svaraði ég. "Þakkarðu ekki fyrir matinn?" "Á ég að þakka sjálfum mér fyrir matinn sem ég eldaði?" "Ó... nei. Hehehehe." svaraði hann vandræðalega Því næst stóð hann upp, gekk frá disknum sínum og ætlaði að forða sér úr þessari vandræðalegu stöðu. Í dyragættinni greip ég í hann. "...og hvað segirðu þá?" spurði ég. "Takk fyrir mig." svaraði pabbi.
Mér hefur sjaldan liðið jafnvel.
|
|
|