|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, maí 07, 2005
Ég er hættur að reyna að blogga reglulega.
Ég var að lesa gamlar færslur eftir mig. Ooohhh hvað ég var yndislega reiður, allt annað en núna. Annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mannveran er alveg einstaklega leiðinleg lífvera. Eftir prófin eru allir, og þá meina ég hver einn og einasti jóðlandi júðasonur, að fara til útlanda eða út á land. Dagur til Stokkhólms, Lísa til Danmerkur, Dabbi í 4. bekkjartjaldferð, Jósep og Gummi í 6.bekkjartjaldferð, Mamma og Pabbi til einvers undarlegs lands, systir mín út á land og Bjössi...hmm... ég ætla að hringja í Bjössa.
Annars verð ég bara einn, blindfullur að horfa á Júróvarpið þar sem þessir rottuungar sem kallast "mínir nánustu" þurfa að hlaupa um allar trissur eins og brennimerktir bavíanar.
Ég mun ná fram hefndum.
|
|
|