|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Margir segja að þeir þoli ekki sumt fólk. Ég þoli sumt fólk.
Ég hata þessa fávita sem ýta viljandi við manni við manni á skemmtistöðum, bara til þess að stofna til vandræða af engu tilefni. Ég þoli ekki fávitana sem spyrja mann alltaf "afhverju" og búast við svari. Ég hata fíflin sem segjast bara einfaldlega vilja fá símann minn og fá svo olnbogann minn í hálsinn. Ég ekki þoli kvenfólk sem fylgir einnar-nætur-standi of langt eftir. Ég þoli ekki þegar fólk veit af vandamálum mínum og vill endilega tala um þau við mig. Ég þoli ekki vandamál sem tengjast samböndum. Stundum er ég nálægt því að kyrkja fólk þegar það þykist þekkja mig betur en ég sjálfur geri.
Ég á örugglega aldrei eftir að finna fullkomna kærustu en só vott, sennilega talar hún of mikið.
|
|
|