|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Þetta er víst komið í tísku. Ekki svara þessu samt, ég ætla að svara þessu fyrir sjálfan mig.
1. Hver ert þú? 2. Erum við vinir? 3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? 4. Ertu hrifinn af mér? 5. Langar þig að kyssa mig? 6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. 7. Lýstu mér í einu orði. 8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? 9. Lýst þér ennþá þannig á mig? 10. Hvað minnir þig á mig? 11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? 12. Hversu vel þekkiru mig? 13. Hvenær sástu mig síðast? 14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? 15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Svör
1. Ég sjálfur 2. Nei 3.Við hittumst þegar við vorum að troðast saman inn í þennan heim fyrir um 19 og hálfu ári síðan 4. Nei 5. Já 6. Ég, vegna þess að ég er ég og ég lýsir mér best ef ég er að lýsa sjálfum mér. 7. Ég. 8. Bara ágætlega 9. Nei. 10. Spegilmyndin 11. Allur heimurinn + smávegis af geimnum. Líka allt sem er í heiminum. 12. Alltof vel. 13. Akkúrat núna. 14. Já. "Farðu að læra núna, Gummi!" 15. Búinn að því. Búinn að láta þig skrifa um mig líka. Þú ert líka búinn að láta mig skrifa fyrir þig.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Að upplifa söguna er allt öðruvísi en að lesa um hana. Hún læðist að manni, vopnuð rýting, og sker þig á háls. Svo þúsund árum seinna spyr einhver afhverju.
Fífl. Allt helvítis fífl.
mánudagur, janúar 02, 2006
Kvikmyndagagnrýni:
The Brothers Grimm: Mesta bull sem ég hef séð. 0 stjörnur.
King Kong: Næstmesta bull sem ég hef séð. 1/2 stjarna vegna þess að það var risagórilla að slást við fullt af risaeðlum í henni.
Ég? Bitur? Neinei.
Djöfuls hreðjatak hafa stelpur alltaf á mér. Í þetta skiptið sneri hún upp á og reif þær af.
Mig langar að hætta að pæla í stelpum og gerast hommi. Held samt að það sé ekki svo auðvelt.
|
|
|