|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, júní 02, 2004
Núna hefur aumingja Dell Optiplex GX115 tölvan mín orðið fyrir tíðum árásum hinna ýmsu auglýsinga og vírusa. Núna byrjar maður að velta fyrir sér hvaða árangur fyrirtæki halda að þetta beri. Halda þau virkilega að þegar ég fæ forrit sem neyðir sig inn í tölvuna mína og poppar svo upp á 2 sek fresti, skiptir um heimasíðu á netvafranum hjá mér og beinlínis skemmir tölvuna, að ég kaupi eitthvað af því sem auglýst er!?
Síðan byrjar maður að velta fyrir sér hvað vakir fyrir þessum svitamettuðu skjáglápurum þegar þeir búa þetta til. Vilja þeir bara skemma fyrir öðrum? Er svona hrikalega gaman að leggja mikið á sig til að búa til hræðilegt forrit sem skemmir eigur annarra af engri gildri ástæðu?
Hvaða api hefur þessi takmörk í lífinu?
Ég ákvað að pósta hérna einni mynd sem lýsir gremju minni vel.
|
|
|