|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
fimmtudagur, maí 26, 2005
Dagurinn byrjaði illa. Vaknaði með stíflað nef klukkan 7:30, skaust upp úr rúminu, keyrði heim til þess eins að þurfa að fara með mömmu upp í heilbrigðisráðuneyti og labba með risastórann skjalabunka upp 4 hæðir. Því næst kom ég heim og þá var Vigga sys að fara að skutla pabba út á flugvöll vegna þess að hann var að fara til Finnlands. Ég svaf á meðan. Síðan vaknaði ég, fullur orku og lífsvilja, og ákvað að fara út í bakarí að kaupa uppáhalds fóðrið mitt, gulrótakökur. Ég fór í einkabankann minn og ákvað að millifæra á hið glampandi góða EGO-kort en nei. Þarna á einkabankanum stóð að ráðstöfunin væri -1100 krónurog að einhver helvítis, andskotans, djöfulsins þrælprumpað þurrfóður "FIT"-upphæð væri 2200 krónur! Ég hringdi alveg bálreiður niður í einhverjar kellingaskrukkur í Þjónustuveri Landsbankans sem eyddu 15 min í að beina mér sín á milli og svo loks fékk ég það svar að þetta hefði verið Eldsmiðjunni að kenna og þetta yrði lagfært sem fyrst. Eldsmiðjan hafði semsagt ekki gert upp posann þegar ég keypti pítsu af þeim þann 4. maí og því var upphæðin bakfærð á mig og svo aftur tekin af mér með viðeigandi kostnaði. Þetta atvik skilaði einum reiðum ökumanni út í umferðina. Nú, ég kom út í bakarí, búinn að millifæra á EGO-kortið mitt og bað um tvær gulrótakökur (Já, tvær. Mér fannst ég eiga það skilið eftir raunirnar) sem voru settar á borðið. Ég ætlaði að borga en þá var peningurinn ekki kominn inn á kortið. Ég keyrði heim, án gulrótarkakanna og leit á innistæðuna á kortinu. Peningurinn var kominn inn. Ég ók aftur af stað út í bakarí, vongóður en verulega pirraður, og bað um tvær gulrótarkökur. Þær voru búnar. Aftur settist ég upp í bílinn, án gulrótarkaka og brunaði af stað út í Bernhöftsbakarí. Neyðin var farin að segja til sín. Þegar út í Bernhöftsbakarí var komið lagði ég í stæði beint fyrir utan og velti fyrir mér hvort að ég ætti að borga í stöðumælinn. "Skítt með það" sagði ég sjálfum mér, ég yrði hvort eð er svo fljótur inn út út. Ég leit til beggja hliða, hljóp inn og keypti tvær gulrótarkökur og kom út eftir að hafa verið um 1,5 mínútu inni. Auðvitað þurfti að vera kominn stöðumælavörður sem var að sekta mig. Ég fann hvernig augnlokin sigu, hnúarnir hvítnuðu og hjartað dældi blóði út í vöðvana. Hvað í sótsvartri sultukrukku stjúpsystur skrattans var hann að hugsa!? Eftirfarandi samtal átti sér stað:
Ég: "Hvaðan í dauðanum kemur þú!?" Stöðumælavörður: "Uuuuhhh...öööhhh... frá... öhm... Reykjavíkurborg" Ég: "Ertu búinn að skrifa helvítis miðann!?" Hann: "...ööhhh... já"
Síðan reif ég af honum miðann og keyrði heim. Á leiðinni lenti ég næstum í árekstri vegna þess að konur kunna ekki að keyra. Seinna um daginn fór ég út í búð þar sem ég var fremstur í röðinni við kassann. Þegar ég var að fara að raða vörunum mínum á kassann haldiði ekki að einhver miðaldra úthverfatussusafi hafi ekki keyrt kerruna inn í síðuna á mér og öskrað: "ég er næst!" Þarna var ég komin handan við það að vera reiður. Mig langaði mest til þess að hlæja, taka nokkur létt dansspor, draga upp byssu og skjóta konuna í höfuðið. Þar sem ég var ekki með byssu á mér ákvað ég að sleppa því að segja nokkuð og bara leyfa þessu að gerast.
Já... Pabbi var tekinn í tollinum á flugvellinum óvart með garðklippur í skjalatöskunni sem hann vissi ekki af. Ég held að hann hafi verið yfirheyrður eins og flugræningi. Stundum finn ég rosalega mikið fyrir því hvað ég og pabbi erum skildir.
|
|
|