|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, september 20, 2006
Ég rakst á þessa síðu núna áðan og er bara gjörsamlega gáttaður. Hvað þykist þetta fólk eiginlega vera? Getur það ekki bara látið lögreglumenn sem eru að sinna sínum störfum í friði? Það er sennilega í lagi að birta myndir af löggubílum sem hafa lagt í fatlaðrastæði og sýna þá ríkisvaldinu smá aðhald. Hafa verður þó til hliðsjónar að lögreglumennirnir eru sennilega að sinna einhverju útkalli sem krefst þess að þeir komist sem fyrst á staðinn og þá hlýtur hver sekúnda að skipta máli. Það er ekki hægt að leggja þá kvöð á lögreglumennina né þann sem er í vanda staddur að þeir megi ekki leggja í fatlaðrastæði þegar brýn nauðsyn er til og verði þessvegna að leggja bílnum einhversstaðar annarsstaðar. Ég sé fyrir mér fyrirsagnirnar: "Maður var drepinn meðan lögreglumenn voru að leita sér að stæði." Myndirnar af lögreglubílunum fara samt ekki jafnmikið í taugarnar á mér og stórstafaði textinn sem stendur fyrir ofan fyrstu myndina: "EF ÞIÐ EIGIÐ FLEIRI MYNDIR AF LÖGREGLUM VIÐ ÓLÖGLEGAR AÐSTÆÐUR, ENDILEGA SENDIÐ MÉR LÍNU. MIG LANGAR VIRKILEGA AÐ BÚA TIL SKEMMTILEGT SAFN HÉRNA." Þó að mér þætti einnig gaman að sjá "lögreglur" við "ólöglegar aðstæður" þá kemst ég ekki hjá því að átta mig á hinu sanna inntaki þessarar setningar sem er afskaplega truflandi. Það er truflandi vegna þess að aðilinn sem þetta skrifaði leitast við að níða og niðurlægja sömu menn og reyna eftir bestu getu að halda götum okkar og veskjum öruggum. Næst þegar þið sjáið lögreglumenn, þá skuluð þið ekki hræðast þá, hæða þá eða níða, heldur skuluð þið minnast hvert starf þeirra er og hvað þeir þurfa að sjá sem ykkur er hlíft við. Því mælist ég til þess að í stað þessara annarlegu kennda sem ég nefndi hér að ofan, skuluð þið breiða út faðm ykkar, faðma lögregluþjóninn og óska honum alls hins besta. Núna er ég orðinn þreyttur á þessari væmni. Helvítis andskotans ógeð er þessi stofnandi þessarar síðu. Ég hata svona helvítis ógeðslega órökstutt helvítis kjaftæði sem á sér engar ástæður aðrar en þær að skapa sér einhverja grásullandi djöfuls ímynd sem "maður á móti kerfinu". Fífl. Andskotann hafa lögreglumenn gert honum? Djöfulinn þykist hann hafa upp úr þessu? Hann fær ekki örðu af neinni sótsvartri satans virðingu frá mér og ég mælist til þess að þið þarna úti veitið viðkomandi hana ekki heldur. Það að hvetja mannorðstilræðismenn eins og hann/hana að gerast sekur um versta blábjánahátt sem fyrirfinnst, hræsni. Ég skil ekki svona helberan helvítis sauðshátt. Hver elur þetta lið upp? Hvar þrífst þetta? Þarf að kalla á meindýraeyði? Fokking drullufokk. Búið.
Pæing: Ef lögreglumenn eru lögregluþjónar, eru lögreglukonur þá lögreglufreyjur?
sunnudagur, september 17, 2006
Vita múslimar einusinni hverju þeir eru að mótmæla? Fengu þeir ekki óverðskuldaða afsökunarbeiðni sína? Þetta snýst ekki og hefur aldrei snúist um þessa ræðu páfa.
Ég minni á að páfi vitnaði aðeins í ummæli Manuel II Paleologus. Þetta voru aldrei "ummæli Páfa". Skoðið eftirfarandi tengla: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1224099 http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1224102 http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1224095
|
|
|