|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
föstudagur, febrúar 10, 2006
Jæja, ég ætla að setja mynd af einu þekktu andliti skólans og alræmdum hössler, sem btw. gisti ein heima hjá mér ásamt 4 strákum. Enjoy.
Hahahahahaha
Annars héldum við upp á litla afmælið hennar Renötu á Vegamótum aðfaranótt fimmtudagsins. Ég mætti þarna þegar þau voru búin með 3 bjóra en náði þeim fljótt. Svo var mannskapurinn orðinn ansi drukkinn og þá bauð þjónninn okkur frí opal staup ef við færðum okkur á annað borð. Við þáðum það (enda sannir íslendingar) og færðum okkur niður. Þar tók ég Ingunni, Renötu og kannski einhverjar fleiri í samlokur með strákunum ásamt fleiru. Þegar ölvunin stóð sem hæst var ég að labbað að borðinu, ætlaði að hlamma mér ofan á stólinn, sem tókst reyndar, en stólinn bara flaug undan mér og ég á rassgatið. Svo fórum ég, ->Renata, Óskar<-, Siggi og Gunni heim til mín, átum Coco Pops og fórum svo að sofa. Vöknuðum ógeðsleg, fórum á Subway og svo í skólann, ógeðslega ónýt.
Skrýtið, þegar ég hugsa um það man ég eiginlega ekki eftir því að hafa verið í skólanum í dag.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Það er ekki hægt annað en að elska að vera íslendingur. Íslendingar eru svo frábærir nefnilega. Íslendingar gera nefnilega allskonar hluti sem aðrir gera ekki og svo eru íslendingar líka hetjur sem bjarga fólki. Íslenska málið er líka svo gasalega fallegt.
Stundum skammast ég mín samt fyrir að vera íslendingur.
---
Hvað er þetta? Hvað er að gerast? Varð hárið á manninum hennar svona þegar hann frétti þetta? Þarf ég að fara að flýja land eða...? Hvað kemur næst? Brynja Björk, löggild hnakkamella, þáttastjórnandi Kastljóss?
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Mamma og Pabbi eru í Genf að gera égveitekkihvað. Svo hringdi pabbi í mig:
Pabbi: "Jæja... sæll og blessaður, er ekki allt í lagi heima?(ásakandi)" Ég:"Pabbi, það eru 10 klukkustundir síðan þú fórst í loftið. Ég svelt, er gjaldþrota, kveikti í húsinu og keyrði báða bílana í klessu. Hjálp (rosalega kaldhæðnislega)." Pabbi:"Ókei, ókei, ég skil. Rólegur, ég bara spurði. Hvað ætlarðu annars að fá þér að borða í kvöldmat?" Ég: "Ég er með eitthvað pasta hérna sem ég get hitað." Pabbi: "Ha? ég ætla ekki einusinni að spyrja hvað það er!" Mamma (í bakgrunni): "SPYRJA HVAÐ HVAÐ ER!?" Pabbi: "EITTHVAÐ TÁTSÍ SEM HANN ÆTLAR AÐ FÁ SÉR Í KVÖLDMAT" Ég: "Nei, pabbi... ekki tátsí! Pasta!" ... en það var of seint. Mamma(greinilega að berjast við pabba um símtólið): "Tátsí!? Hvað er það eiginlega!?" Pabbi (talandi ofan í mömmu): "Ég veit það ekki. Örugglega eitthvað indverskt!" Svo náði mamma símtólinu af pabba og gargaði á mig: "Hvað er þetta Tátsí sem þú ætlar að fá þér!?" Ég: "Mamma, ég ætla ekki að fá mér neitt tátsí ég ætla..." Svo er gripið fram í fyrir mér: "Hvað ætlarðu eiginlega þá að fá þér að borða? Er systir þín ekki heima!? Þarf ég að hringja í ömmu þína og láta hana bjóða þér í mat!?" Ég: "ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR PASTA, EKKI EITTHVAÐ FOKKING TÁTSÍ!" - og skellti á.
mánudagur, febrúar 06, 2006
Jæja, bekkurinn fór á Snæfellsnesið heim til hennar Renötu að djamma. Á leiðinni þangað munaði einum dropa að ég við yrðum bensínlaus en svo rákumst við á bensínstöð á elleftu stundu. Við komumst síðan í Lýsuhólslaug, ég setti upp græjurnar og við djömmuðum eilítið þar. Svo fórum við heim til Renötu og fórum í Singstar, urðum full, grilluðum hamborgara(ég og Jósep steiktum reyndar okkar), og svo gerðist eitthvað... rugl. Það síðasta sem ég veit að gerðist með mig (Man ekkert eftir því) var að ég sagði við Gumma F: "Gummi, djöfull er ég fullur..." og hrundi svo á gólfið.
Á bakaleiðinni urðum við svo aftur næstum bensínlaus. Það var glatað.
|
|
|