|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, desember 31, 2005
Ég átti eftirfarandi samtal við pabba í dag. Vandamálið var að ruslafatan er full og því vorum við að velta því fyrir okkur hvað ætti að gera við ruslið.
"Gummi, viltu taka ruslapokana niðri í kjallara og setja þá fyrir aftan hús" "Ókei" [fer og byrja að klæða mig í skónna] "Gummi..." "Já?" "Viltu svo raða pokunum fallega upp svo að þetta líti ekki bara út eins og haugur af rusli?" "Ha? Er þetta ekki haugur af rusli?" "Jújú, bara... ímyndaðu þér hvað fólk segir ef það sér bara einhverja ruslapoka sem er bara búið að fleygja þarna fyrir aftan hús!" "Ööööhh... Það segir að ruslafatan okkar sé full og því höfum við staflað ruslinu í kringum ruslafötuna" "Æ, Guðmundur Páll! Viltu bara gera eins og ég segi!" "Ókei, ég skal setja ruslið fyrir aftan hús en sama hvernig ég raða þessu þá held ég að það þurfi engan Sherlock Holmes til þess að segja fólki að hér sé bara haugur af rusli" "Guðmundur Páll! Viltu bara þegja og gera þetta!"
Ég reyndi að raða ruslinu "fallega" upp. Mér tókst það ekki. Það þarf einhvern mjög góðan sjónhverfingamann til þess að blekkja fólkið til þess að halda að hér sé skúlptúr á ferð en ekki haugur af rusli.
fimmtudagur, desember 29, 2005
Djöfulsins helvítis andskotans ósvífni, þvergirðingsháttur og rónaskapur er þetta að senda manni þessa ólukkans keðjurafpósta! Í fyrsta sinn í langan tíma fékk ég svona ógeð frá einni vinkonu minni og hljóðaði ljóðið svo:
----- Around the corner I have a friend, In this great city that has no end, Yet the days go by and weeks rush on, And before I know it, a year is gone. And I never see my old friends face, For life is a swift and terrible race, He knows I like him just as well, As in the days when I rang his bell. And he rang mine but we were younger then, And now we are busy, tired men. Tired of playing a foolish game, Tired of trying to make a name. "Tomorrow" I say! "I will call on Jim Just to show that I'm thinking of him." But tomorrow comes and tomorrow goes, And distance between us grows and grows. Around the corner, yet miles away, "Here's a telegram sir," "Jim died today." And that's what we get and deserve in the end. Around the corner, a vanished friend. Remember to always say what you mean. If you love someone, tell them! Don't be afraid to express yourself.
Reach out and tell someone what they mean to you. Because when you decide that it is the right time it might be too late.
Seize the day. Never have regrets. And most importantly, stay close to your friends and family, for they have helped make you the person that you are today. You must send this on in 3 hours after reading the letter to 10 other people. If you do this, you will receive unbelievably good luck in love. The person that you are most attracted to will soon return to you. If you do not, bad luck will rear its ugly head at you. -----
Því næst er manni sagt frá Kelly Sedey sem fékk bónorð frá kærastanum sínum sem hún hún tók játandi. Svo fór hún heim til sín og las tölvupóstana sína og eyddi þessum án þess að lesa hann allan. "BIG MISTAKE" stendur þarna. David, unnusti hennar, lenti því næst í árekstri við 18 hjóla trukk sem hann lifði ekki af. Allt þessum tölvupósti að kenna.
Næsta dæmi var um Katie Robinson sem las póstinn en átti ekki nógu marga vini til þess að senda til þannig að hún sendi til þeirra sem hún gat. Á balli sem hún fór á seinna um kvöldið ætlaði hún að fara að læsa bílnum og þá var keyrt á hana af drukknum ökumanni. Hún dó samstundis. Guðminngóður.
Svo var tekið dæmi um mann, Richard S. Willis, sem fékk þetta og sendi til 10 vina sinna innan 45 mínútna. Seinna þann dag var hann á vappi um götur bæjarins þegar hann hitti Cynthiu Bell, leyniást sína til margra ára. Cynthia einfaldlega gat ekki varist því að segja að hún hafði verið skotin í mannaumingjanum síðastliðin 2 ár. Þau eru núna hamingjusamlega gift með mörg börn. Guðisélof.
Samkvæmt þessu var vinkona mín að undirrita dauðadóm minn. Ég ætla ekki að senda þetta til 10 manns innan 3ja klukkustunda. Hvurn djöfulinn fá svo örlögin út úr því að þessum ógeðslega kveðskap sé dreift til eins margra og mögulegt er? Ef ég dey í kvöld, þá er það Sonju að kenna.
Það víst í tísku að strengja einhverskonar áramótaheit þessa dagana. Ég hef aldrei gert það en ætti kannski að fara að byrja á því. Einhverjar hugmyndir?
PS. Það sem kemur ekki til greina:
Hætta að drekka Drekka minna Borða minna Hætta að borða einhverskonar matvöru.
þriðjudagur, desember 27, 2005
Ég vil trúa að það séu eðlilegar ástæður fyrir þessu en ég á erfitt með að sjá fyrir mér hvernig það atvikaðist. Síðast þegar ég vaknaði á nærbuxunum eftir fyllerí var úti á Portúgal og það var af fullkomalega "eðlilegum" ástæðum. Eða svona næstum.
Og hvað? Gisti hann fangageymslur á nærfötunum einum saman? Aumingja maðurinn. Ég finn til með honum.
Þó líða megi þá aldrei skilur armæðu þá Er af kvenmanni hlýst. Hulin gráslæðu öls, og handa blóði Er minningin um svanna þann.
Það er fokking ömurlegt að bíða. Maður veit nefnilega aldrei. Það er líka ömurlegt.
Það er semsagt ömurlegt að bíða og vita ekki.
mánudagur, desember 26, 2005
Hvað er svona djöfulli gleðilegt við þessi jól eiginlega? Þá fá krakkarnir nýjan tölvuleik sem þeir fá leið á innan fárra daga og byrja að væla yfir nýjum. Stelpurnar fá ný föt sem bætast við þúsundir eldri flíka sem aldrei eru notaðar, Strákarnir fá nýjan Ipod sem bilar fyrir næstu jól og foreldrarnir fá nýtt kreditkort frá VISA. Jei, gaman. Jólastressið veldur því að allir, í leit sinni að eilitlu stundargamani annarra, verða gjörsamlega vitstola út í allt og alla. Foreldrar og systkini rífast yfir hver skuli ryksuga í tuttugasta skiptið þann daginn. Börn eru sígrenjandi yfir öllum andskotanum sem þeim dettur í hug. Í staðinn fáum við blóðþrýstingslækkandi lyf í gjöf frá Actavis. Húrra. Helvítis friðargólandi prumpið stigmagnast með hverjum jólasveininum sem drullast til byggða og nær loks hámarki þegar útvarpið tilkynnir landsmönnum klukkan 18:00 þann 24. desember að nú séu komin jól. Gleymist þá jólastressið sem einkennt hefur síðustu tvo mánuði í 6 klst. Þá fáum við gjafir frá frænkum sem við vitum ekki að séu til, bækur sem við lesum aldrei, geisladiska sem við hlustum aldrei á, peysur sem við klæðumst aldrei og Ipod sem bilar. Sjálf höfum við farið í Tiger og keypt þar upptakara eða notaða sokka handa skyldmennunum pakkað inn í dagblöð og sent á rangt heimilisfang. Góðmennska ræður ekki ferðinni, heldur skyldan. Við verðum nefnilega að halda upp á jólin. Við erum neydd til þess af okkar nánustu líkt og við neyðum þau til þess. Ég gef þér gjöf og því verður þú að gefa mér gjöf. En hvað gerist ef ég hætti að gefa gjöf? Ógeðslegt. Fólk talar um "jólaandann" og hvernig hann hefur horfið með árunum. Það er mín trú að það hafi aldrei verið nokkur helvítis jólaandi. Fólkið hvarf bara með árunum.
Efnishyggja er samofin jólunum. Ég hef þó ekkert á móti efnishyggju sem slíkri heldur vekur það viðbjóð hjá mér þegar einfaldleiki múgsins skín í gegnum mótsögnina.
sunnudagur, desember 25, 2005
Hvað er að fólki?
|
|
|