|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, febrúar 24, 2007
Eitt sem mér er gjörsamlega fyrirgert að skilja eru lýsingar á vínum og mat. Nokkur dæmi:
Ljósrúbínrautt. Frekar létt, þurrt og ferskt með lítil tannín og laufkenndum jarðarberjatónum
Múrsteinsrautt. Mjúk fylling, þurrt og milt með mjúk tannín, þroskaðan ávöxt og laufkennda jarðartóna
Rúbínrautt. Meðalfylling, þurrt, ferkst, þroskuð tannín með lyng og berjakeim og smjörkennda eikartóna.
Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, ferkst nokkuð tannískt með ungan grösugan skógarberjakeim
Múrsteinsrautt. Létt meðalfylling, þurrt, ferskt, lítil þroskuð tannín. Margslunginn, grösugan sveitarkeim.
Er þetta eitthvað djók? Er virkilega einhver spólandi vitlaus bavíani sem vinnur við að semja þessa endaleysu? Hjá ríkinu? Smjörkenndir eikartónar, þróttmikill skógarbotn, margslunginn sveitarkeimur? Hvaða mígandi vitlausa himpigimpi dettur þessi þvaðurmagnaði þvættingur í hug? Finnur hann bragð af smurðri eik? Hver er munurinn á nýrri, ungri, þroskaðri og margslunginni eik? Nei, ég veit ekki. Þetta er allt glatað. Það eru einhverjir helvítis lopavafðir nýaldarhippar og kommar sem sitja í reykfylltum bakherbergjum Kaffi Kúltúra, láta sér detta þessa sýrumenguðu vínlýsingavitleysu í hug og eru látnir ganga lausir án nokkurrar ritskoðunar! Fokking listapakk.
|
|
|