|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Þegar ég sest fyrir framan sjónvarpið núorðið verð ég alltaf örlítið skelkaður. Menn gætu haldið að skelkun mín stafaði af hryllingsmynd en sú er ekki raunin. Ég er skelkaður vegna auglýsinganna. Alltaf þegar ég sé eina af þessum fjöldaframleiddu auglýsingum finnst mér eins og verið sé að plokka smábút af sál minni. Stærstu bútana taka auglýsingar á borð við KFC, þar sem nokkrir sýnilega heilbrigðir einstaklingar eru fengnir til þess að bera vitni um ágæti KFC. Að lokum stendur heil fjölskylda, skælbrosandi í myndavélina meðan fjölskyldufaðirinn selur sálir þeirra allra með setningunni "Allir í fjölskyldunni eru sammála um KFC". Svo skynjar maður hvernig verið er að reyna að forrita þetta þvaður inn í þjóðfélagssálina. Ógeðslegt. Versta auglýsingin kemur svo frá Kjarnafæði. Þar er fáklæddum yngismeyjum stillt upp eins og postulínsdúkkum með allskyns kjötvörur, sennilega til þess að tengja lambakjötið sem hún heldur á við lambakjötið sem heldur á lambakjötinu (lestu þessa setningu tvisvar). Svo heyrist í einhverri stelpuskjátu í miðri fullnægingu sem bara getur ekki stillt sig um að kveina: "Veldu gææææði, veldu kjarnafææææðiii". Alveg finn ég hvernig frumhvatirnar taka völdin og neyða mig til þess að kaupa skinku frá Kjarnafæði. Afhverju geta þessi fyrirtæki ekki bara verið hreinskilin? Þau gætu einfaldlega troðið skilaboðunum "Við borguðum einhverju vel útlítandi ókunnugu fólki fyrir að tala vel um vöruna okkar með Worldclass í bakgrunni til þess að þú haldir að þetta sé hollt. Við sögðum samt aldrei að þetta væri hollt þannig að þú getur ekki kvartað ef þú fitnar." inn í eina 15 sek auglýsingu. Það mætti jafnvel einhver stelpa syngja það. Svo bara getur maður ekki fengið að horfa á einn andskotans þátt á einni djöfulsins stöð án þess að þessum auglýsingum og fleiru sé dritað inn í hann miðjan. Kannski að maður hætti bara að horfa á þessar helvítis andskotans stöðvar, enda er þetta allt ógeðslega lélegt sjónvarpsefni. Framvegis ætla ég að halda mig við David Attenborough á Stöð 1 ef það er ennþá verið að sýna hann þar.
Vaknið úr þessu helvítis auglýsingadái eða kafnið í eigin ælu. Mellur.
mánudagur, júlí 24, 2006
Ég starði lengi á fyrirsögn þessarar fréttar, handviss um að eitthvað væri rangt við hana. Svo komst ég að því hvað það var. Verð á bensíni sígur ekki, það sýgur.
...svo hló ég líka lengi að þessari frétt. Eru Ungfrú Heimur og Ungfrú Alheimur farnar að keppast um hver getur hrunið verr á sviði?
|
|
|