|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, maí 13, 2006
Ég veit að það er stéttaskipting á Íslandi. Ég veit það. Þú veist það. Afhverju er þessi stéttaskipting? Þegar ég nefni stéttaskiptingu sverfur hugurinn oft að Sovétríkjunum gömlu eða Frakklandi fyrir byltingu. Hafa verður í huga að sú stéttaskipting sem viðgengst hér á Íslandi er með öðru móti. Menn geta verið hvor úr sinni stéttinni en engu að síður þéna þeir svipað mikið, allir geta komist til valda ef þeir ávinna sér hylli fólksins. Enginn er yfir hinn hafinn í þeim málefnum. Stéttaskiptingin er frekar af andlegum meiði. Iðnaðarmenn á borð við byggingameistara, pípulagningamenn og slíkt tala allt annað tungumál og hugsa á allt annan hátt en lögmenn og kaupsýslumenn. Þetta veldur togstreitu og hvor hópurinn um sig skapar einskonar hefð í kringum t.d. bygginga -eða lögmennskuna. Ég hata semsagt iðnaðarmenn. Andskotans mállýskudjöfull er þetta eiginlega!? Þurfa þessir þurrhentu þverhausar alltaf að búa til eitthvað djöfulsins slangur yfir hluti þegar fullkomlega gott og gilt íslenskt orð er til!? Alveg er það ótrúlegt að einfalt krossviðarborð skuli vera kallað "doki". Svo þegar nýir sumarafleysingastrákarnir koma þarna inn í fyrsta skipti eru þeir húðskammaðir fyrir að vita ekki hvað "doki" og "stroffur" eru. Djöfulsins andskotans níðyrðasmíð alltaf hjá þessu galtóma lofttæmisliði. Ég hef unnið sem verkamaður hjá byggingaverktökum núna tvö ár í röð. Ég get sagt það með hreinni samvisku að samtalsdýptin kemst aldrei niður fyrir kúkabrandara. Svo heldur maður að tómahljóðið í höfði þeirra geti ekki orðið meira þegar þeir fara í staðreyndaspurningakeppni við þig. Afvegleiddur verkamaður: "Veistu hvað sólin er langt frá jörðinni!? Ha!? Kenna þeir þér það í þessum snobbskóla þínum ha!?" Ég: "Já, u.þ.b. 150 milljón kílómetrar" Afvegleiddur verkamaður: "Hah! Nei! Það eru 300 þúsund kílómetrar! Já, svona er þetta! Betra er brjóstvit en bókvit eins og gárungarnir segja!" Ég: "Nei, það eru 300 þúsund kílómetrar í tunglið" Afvegleiddur verkamaður: "Já! Mér er alveg sama! Ég var miklu sterkari en þú á þínum aldri!" Þess má geta að þessi maður var 48 ára þegar ég talaði við hann. Fáviti frá fæðingu. Svo í fyrra var ég að vinna með einum mesta blábjána og bavíana sem ég hef kynnst um ævina. Hann var sonur eigandans og var ekki með bílpróf þrátt fyrir að vera 27 ára gamall, sennilega hefur það verið tekið af honum. Þessi ungi maður var mesti rasisti sem ég hef á ævinni kynnst og öll hans samtöl snérust upp í eitthvað tengt því að troða stórum hlutum upp í rassgöt. Einn daginn vorum við að keyra út á Selfoss eldsnemma um morguninn. Úti á einu túninu sáum við nokkrar kindur og um leið þurfti þessi ljóti rottuungi að opna a sér smettið. Sonur eigandans: "Hey! Gummi... hehehe... sérðu þessar kindur! Hehehehe" Ég(vel vitandi hvað hann ætlaði að segja): "Já, ég sé þær" Sonur eigandans: "Viltu ekki bara... hehehe... troða þeim... hehehe.... UPP Í RASSGATIÐ Á ÞÉR!? HAHAHAHHAHAAHAHAHAHA" Svona var þetta. Alltaf. Alla tíð og tíma. Hver einn og einasta guðsvolaða djöfuls dag! Svo bættist vinur hans við sem var með skökkustu tennur sem ég hef séð og greindarvísitölu á við golfkúlu.
Þetta er glatað. Ég ætla aldrei að vinna sem verkamaður aftur. Ömurlegasta djöfulsins ógeðisskítadjobb sem maður getur fengið. Ekkert nema andskotans andlega fjölfatlaðar saurþjöppur sem eru einmitt þar sem þær eiga heima! Ofan í skítugri holu!
Djöfull er ég bitur út í þetta pakk!
fimmtudagur, maí 11, 2006
Eftirfarandi færsla verður ekki með hinu hefðbundna pistilsniði mínu. Nokkrir atburðir: 1. Ég vaknaði og fór í sund. Þar bætti ég persónulegt armbeygjumet mitt sem er núna 69 armbeygjur. 2. Fór í prófið og gekk bara ágætlega. Var samt skuggalega illa undirbúinn. 3. Kom heim ásamt Jósep og Gumma F. Við horfðum á Sky Captain and the world of tomorrow. Ég veit ekki afhverju við horfðum á hana en við fengum okkur afar gott kaffi með. 4. Pabbi átti við mikla málheltu að stríða í dag. Í morgun, eftir sundið, var hann að spjalla við vin sinn sem lauk samtalinu á "Við sjáumst þá, bæbæ". Við það fraus pabbi af einhverjum ástæðum, sagði ekki neitt, en muldraði alla leiðina að bílnum. Svo þegar við vorum sestir inn í bíl heyrði ég pabba muldra: "ööh... já... Við sjáumst þá..." 5. Yfir kvöldmatnum ruglaðist pabbi 3svar á sjónvarpinu og saltstauknum. 6. Eftir matinn fór ég út að hlaupa og bætti annað persónulegt met. 2400 metrar á 9 min 13 sek. 7. Ég hef 7 atriði hérna vegna þess að 7 er kristilegri tala en 6. Ég er samt ekki trúaður. Fokkið ykkur.
Ef ykkur líkaði ekki við þessa færslu, þá getið þið bara hundskast eitthvað annað að lesa. Já, burt með ykkur.
Ps. hahahahahahahahahahahahaahahahahahahaha
miðvikudagur, maí 10, 2006
Ég var að skoða mbl.is áðan og rakst á þessa frétt. Vá. Hann er að ganga og ekki nóg með það heldur er hann að ganga hringinn í kringum landið. Það gæti hugsast að í hliðstæðum alheimi finnist mér þetta gott framtak ef hann væri ekki búinn að vera að þessu í heilt andskotans ár og á enn eftir að drattast 2/3 leiðarinnar! Er hann að stika vegalengdina í hænuskrefum!? Andskotans hægagangur er þetta!? Hvaða drepsóttans hugmyndasvelti er það svo að ganga bara? Ég geng á hverjum einasta djöfuls degi og það gerum við flest! Er virkilega svona gaman að fylgjast með þessu? Hvetur þetta mig til þess að gefa 1000 krónur til krabbameinsfélagsins? Hvað ætlar hann svo að gera ef ég gef 1000 krónur? Auka hraðann? Spangóla faðirvorið afturábak fjórtán sinnum? Fækka fötum? Nei, hann ætlar bara að halda áfram að ganga.
Drepleiðinlegt.
Til þess að safna einhverjum pening í svona þvaðri þarf að minnsta kosti að gera eitthvað nýtt og framandi. Það væri t.d. þess virði ef einhver léti elta sig af morðóðum hundum í kringum landið, gengi vegalengdina nakinn eða gengi þráðbeina leið yfir hálendið ef það myndu safnast milljón krónur. Neinei, þessi Jón Eggert ætlar að spranga þarna, fullklæddur og í ljótu vesti, í kringum landið næstu tvö ár. Vá. Hann heldur sannarlega "uppi merkjum íslenskra göngugarpa". Þessi undirheimakúltúr íslenskra göngugarpa hefur víst eitthvað farið framhjá mér.
Ég myndi svo sannarlega hlaupa á eftir honum og taka framúr ef það myndi safnast nægur peningur fyrir slíku.
Smá update: Önnur niðurtalning!
sunnudagur, maí 07, 2006
Sumarið, árstíð apa og bavíana, er gengið í garð. Miðaldra karlar troða sér í níðþröngar hjólabuxur svo umframmagn húðar og fitu kreistast undan þeim. Svona hlaupa þeir og hjóla um bæinn, kófsveittir, másandi og blásandi, berandi fagnaðarerindið útundan handakrikunum. Frábært. Fitubollur drífa sig í magabolina og leyfa okkur hinum að sjá hversu heilbrigðri ístru þær eru búnar að safna yfir veturinn. Svona eigra þær um bæinn og gefa hjólabuxnakörlunum ekkert eftir í svitaframleiðslu. Loks leggjast þær á Austurvöll með hamborgara og kók og dreifa lífrænu skordýraeitri á lóðina. Æðislegt. Smástelpur -og strákar missa vitið. Ham -og vitstola hlaupa þau gargandi í hringi, ekki að neinu sjáanlegu takmarki nema kannski að sprengja hljóðhimnu nærstaddra. Svo vanhelga þau þjóðarhetjuna Jón Sigurðsson með því að leggja sínar skítugu lúkur við styttu hans á Austurvelli. Með það eitt fyrir augum að vera samfélagsleg pest reyna þau svo að klifra upp styttuna festast þar uppi, æpandi koltryllt á hjálp. Ef við erum heppin detta þau niður og þegja áður en hjálp berst. Magnað. Þessir sandbölvuðu sísuðandi helvítis geitungadjöflar byrja að áreita heiðvirt fólk á sinn einstaklega óþolandi hátt. Smettisþefandi flögra þeir inn á mitt morgunverðarborðið og allar kvenkyns lífverur í kílómeters fjarlægð spangóla af hræðslu og hlaupa í skjól. Morgunverðurinn ónýtur. Allt farið til fjandans. Geðveikt.
Allt saman er þetta blessuð Guðsgjöf sem Jesú fórnaði sér fyrir svo við gætum notið 2006 árum seinna. Allt saman er þetta blessað af hinni heilögu þrenningu. Jóðlum lofgjarðir til drottins!
Orð dagsins: "Afkúkunarviðbragð" Lagið: Botleðja - Hausverkun
|
|
|