|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, ágúst 12, 2006
Samtal sem ég heyrði í Kolaportinu hjá Army.is. Læt hugsanir mínar líka fylgja með
Viðskiptavinur bendir á e-ð á borðinu: "Hey, er þetta alvöru handsprengja!?" Ég hugsandi: "Já, hann er að selja alvöru handsprengju" Afgreiðslumaður: "Nei, þetta er ekki alvöru" Viðskiptavinur: "Nú? En er hún virk?" Ég hugsandi: "Já, þetta er virk gervihandsprengja. Gervisprenging og allt." Afgreiðslumaður: "Nei, hún er ekki virk" Viðskiptavinur: "Er hún til sölu?" Ég hugsandi: "Já, kauptu nú óvirku gervihandsprengjuna. Api." Afgreiðslumaður: "nei"
Hvernig kann þetta fólk að anda?
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Ég og Bjössi erum búnir að kaupa okkur far til Köben þann 22. ágúst. Það verður geðveikt. Við komum heim 29. og þá hef ég rétthérumbil nægan tíma til þess að gera mig klárann fyrir lögfræðina. Guð minn góður hvað þetta verður gaman. Við erum kannski heimskir en við vorum svo fullir sjálfstrausts að við borguðum ekki einusinni forfallatryggingu. Nei núna lýg ég. Við borguðum ekki forfallatryggingu vegna þess að það var ekki næg úttektarheimild á kortinu hans Bjössa... við hefðum því þurft að bíða í sólarhring eftir því að geta keypt miðana og ÞAÐ látum við ekki viðgangast.
Annars er næsta helgi vafasöm. Það eru allir að spyrja mig hvort að ég ætli ekki að parta (ég hata orðið "djamma" þannig að núna nota ég orðið "parta". hint: sagnmynd af "partý"). Það er semsagt Gay Pride. Er það ekki dagur fyrir samkynhneigða? Við hin eigum bara að sitja heima og skammast okkar, eins og ég ætla að gera, fyrir að vera ekki samkynhneigð. Svo er ég líka svo homophobic. Ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum, mér finnst bara tveir karlmenn að pota í hvorn annan nastí. Lesbíur eru svo annað mál. Svo hefur líka verið reynt við mig einusinni eða tvisvar af karlmanni (Skiptin sem Jósep er búinn að reyna við mig eru ekki einusinni talin með) og það er rosalega óþægileg tilfinning. Reyndar fraus ég í bæði skiptin.
Bæ.
mánudagur, ágúst 07, 2006
Verzlunarmannahelgin var æðisleg. Þar sem ég nenni ekki að skrifa pistil þá ætla ég að hafa upptalningu, það er oft þægilegra.
Var í bænum allan tímann
Ég drakk svakalega. Alveg ótrúlega reyndar.
Áttaði mig á því og stillti því í hóf.
Hitti manneskju sem kom mér í skilning um að allt verður alltaf betra. Alltaf.
Keypti bestu pítsu ársins á Pizza King. Borðaði hana samt ekki en hún var góð af öðrum ástæðum.
Þetta var æðisleg Verzlunarmannahelgi. Núna breytist ég. Ég lofa.
|
|
|