|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, mars 12, 2005
Núna ætla ég. Já ég ÆTLA að blogga reglulega!
Mikið rosalega getur fólk verið þreytandi þegar verið er að tala um "góðan húmor". Þessi treflalýður situr á kaffihúsum bæjarins tímunum saman, umlandi og muldrandi um "málefnalegar umræður", sötrandi kaffi og maulandi saltstangir. Þetta sama fólk er gersamlega snautt allri kímnigáfu. Eina kímniháfan sem þau telja sig hafa hljómar eitthvað á þessa leið: "Afhverju setti Demosþenes steinana upp í munninn á sér? -Nú, til þess að hljóma betur í margmenni hohohohohoho" og svo hlæja allar hinar listaspírurnar með, ekki skiljandi eitt orð af því sem maðurinn er að segja. Ég, á annan bóginn, hef gífurlega góða kímnigáfu. Mér finnst fyndið að gera prumphljóð, keyra ofan í poll við hliðina á litlu barni, flauta bílflautunni á fólk sem er að labba yfir gangbraut og segja kúkabrandara. Afhverju? Vegna þess að mér finnst það og það sem mér finnst er alltaf rétt.
|
|
|