|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
mánudagur, mars 14, 2005
Núna er ég að fara til Fransíu um miðvikudagsmorguninn. Það er ekki laust við að ég sé núþegar kominn með smá heimþrá vegna þess að ég er að fara að missa af svo ógeðslega fokkings viðbjóðslega miklu.
Gangaslagurinn í MR Grímuballið í MR Árshátíð Hróa Hattar (bölvað fyllerí) Unaðsstundir með Degi, Dabba og Begga (og Lísu) o.fl.
Svo eru allir farnir að gera innkaupalista fyrir mig yfir hluti sem ég á að kaupa í fríhöfninni þannig að ég býst við að þurfa að flytja heila búslóð af ónothæfu rusli til landsins. Ég er að fara að gista hjá ungum manni sem heitir Nicholas Tanquery. Níkó, eins og ég ætla að kalla hann framvegis, er frekar undarlegur. Hann spilar á gítar og segir tóbaksreykingar vera óhollar en kannabisreykingar ekki. Hann keypti sér heila 700 ml ginflösku þegar hann var hér á klakanum og drapst áður en hann náði niðurfyrir flöskuhálsinn. Undarlegt fólk, þessir Frakkar.
|
|
|