|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
fimmtudagur, október 06, 2005
Öll höfum við farið í bíó. Öll höfum við þurft að þola það að einhverjum finnst allt svo svakalega fyndið í myndinni að sá hinn sami þurfi einfaldlega að garga af hlátri í hvert einasta skipti sem eitthvað... EITTHVAÐ gerist. Hvað er málið með þetta fólk? Afhverju þarf alltaf að vera að minnsta kosti einn svona hálfviti á hverri sýningu? Getur það ekki hamið sig? Bara smá? Ekki nóg með að það hlægi og það hátt, heldur hlær það oft á tíðum svo satanískt asnalegum hlátri. Í lok sýningarinnar er maður oft í vafa um hvort maður hafi í rauninni verið í bíó eða að hlusta á magatruflanir... og það fyrir 800 kall! Takk fyrir, ógeðslega feita gylta sem situr alltaf fyrir aftan mig. Sá næsti sem fer í taugarnar á mér með þessum hætti fær að bragða á skósólanum mínum. Helvítis fífl.
þriðjudagur, október 04, 2005
Ég er alveg svakalega syfjaður... *geisp*.
Ég held að ég fái mér smá lúr...
mánudagur, október 03, 2005
Mér líst ekkert á þessar kosningar í Þýskalandi. Gerard Schröder er ljótur og Angela Merkel leiðinleg. Reyndar er Schröder það ljótur að ég held að hann sé Satan. Hvernig getur hann ekki verið Satan? Hann er allavega nógu ljótur. Já, mikið andskoti er hann ljótur. Vá. Það er eins og Gaui Litli hafi droppkikkað helvítis kanslarann í smettið. Hvernig varð hann svona ógeðslega ljótur? Fæddist hann svona? Ekkert barn fæðist svona ljótt. Ég held einfaldlega að hann sé Satan. Ekkert slys getur gert einn mann svona skratti ljótan. Ojbarasta, ég fæ alveg velgju upp í háls við að sjá hann. Oj. Mikið er ég heppinn að vera ekki ljótur. Ég er ekki frá því að ég sé nánast fullkominn. Mikið rosalega er ég heppinn að vera eins fallegur og ég er. Takk fyrir.
----- ...og eitt enn: HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA
Bless.
sunnudagur, október 02, 2005
Ég nenni ekki að skrifa ritgerð og ég nenni ekki í próf á morgun.
Það er svo erfitt að vera ég =(
Hvenær lýkur þessum demónísku vegaframkvæmdum hérna í Reykjavík? Hvenær get ég farið í einn stuttan bíltúr án þess að þurfa að fara 15 hjáleiðir og án þess að villast í einum af þessum mislægu æðahnútum!? Hvenær ætla þeir sem eru að vinna að þessu að draga höfuðið út úr rassgatinu og byrja að vinna!? Ég sver það. Ég hef enga, nákvæmlega enga hugmynd um hvernig þetta blessaða vegakerfi okkar á eftir að líta út eftir að framkvæmdum lýkur. Fyrst leggja þeir nýja Hringbraut. Svo loka þeir þeirri gömlu. Fínt. Svo ákveða þeir að opna aftur þá gömlu. Ha? Svo malbika þeir hana svo hún tengist Sóleyjargötu. Hvað er að gerast? Nú höfum við tvær hringbrautir sem liggja samsíða og eru báðar í notkun. Vill einhver segja mér hvað í gerilsneyddri garnaflækju er á seyði hérna!
Maður spyr sig. Er einhver ólæs bavíani sem hefur, fyrir tilstilli raða ótrúlegra tilviljana og mistaka, komist í stöðu gatnamálastjóra? Situr hann einn við skrifborð og er að lita? Þegar ég finn þann sem ber ábyrgð á þessari vitleysu fær hann að smakka á sínu eigin rassgati.
|
|
|