|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
laugardagur, júlí 15, 2006
Skjálfandi og sveittur teygði ég mig í bjórinn. Þarna var hann, 2 metrum frá mér, hlæjandi. Ég var orðinn þvalur í lófunum og rann því eilítið til þegar ég greip um dósina með hægri hendinni. Þeirri vinstri tróð ég ofan í nærbuxurnar og greip um það allra heilagasta. Ég reyndi að opna dósina en kraftar mínir fóru þverrandi með hverri misheppnaðri tilraun. "Guð minn góður" - hugsaði ég, "Hér mun ég deyja. Einn, yfirgefinn og sveittur." Þegar ég hélt að lífið gæti ekki orðið verra fann ég fyrir því. Óbragð. Eilítil velgja sem slæddist upp fyrir kverkar mínar og umturnaði tilveru minni úr heitu helvíti í heitasta helvítið. Síðustu kraftana notaði ég til þess að stökkva upp úr rúminu, hlaupa á nærbuxunum inn á klósett og kasta upp, Captain Morgan til heiðurs. Djöfull er ömurlegt að vera þunnur.
mánudagur, júlí 10, 2006
Ég þjáist af ritstíflu þessa dagana þannig að hér kemur listi yfir uppgötvanir.
1. Hackers er besta mynd í heimi 2. Heimsending getur staðið fyrir heims-ending 3. Mig langar á Oktoberfest í Germanalandi 4. Medion tölvur eru drasl 5. Það er miklu skemmtilegra að vera karlmaður en að vera kvenmaður 6. Ég borðaði 4 meðalstórar flugur í dag. Þær brögðuðust eins og sinnep.
Annars er ég búinn að útbúa svokallaða "karlmennskuhillu" í herberginu mínu. Á þessa hillu er ég búinn að raða bjór, Havana Club flösku, Cohiba vindlum, Rayban sólgleraugunum, rakspírunum mínum, sjússpela, veiðihnífunum mínum og fleiru veiðidrasli. Þessi hilla er æðisleg.
|
|
|