|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, mars 31, 2004
Hann Auðunn er kominn með bílpróf, blessunin. Kannski að maður fari að drífa í þessu líka.
Afi minn var aldrei með bílpróf, enda dó hann úr leiðindum árið 1992. Bróðir hans, Sigurður Líndal, fékk sér ekki bílpróf fyrr en hann varð fertugur. Ótrúleg þessi fjölskylda mín. Ætli ég endi nú samt ekki eins og einn af þeim.
Ég ætla að fara að kenna Lísu að blogga, hún er rosaleg sko. Fer tværs og krus í blogginu og maður er kominn í algeran hnút í lokin.
Kannski að maður byrji með bloggnámskeið. Sé þetta fyrir mér:
"aðalbloggskólinn"
mánudagur, mars 29, 2004
Þegar ég hugsa til baka þegar ég var 5 ára, þá mininst ég heimsins eins og allt í honum hafi verið svo glimrandi gaman og litríkt, enginn reiður út í neinni og ég átti heiminn, semsagt akkúrat andstæðan við núverandi stöðuna. Allir að drepa hvorn annan, allt út í stríði allt svo stjórnlaust og ómögulegt. Ég myndi samt ekki vilja skipta. Ég vel raunveruleikann og verða alltaf hataður af einhverjum friðarflaggsveifandi vinstrimanni fyrir það.
|
|
|