|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, mars 24, 2004
Hef ekki bloggað í nánast viku, ekki það að einhver taki eftir því...
Ég var að velta því fyrir mér með þessa "Innu" þ.e.a.s. svona dæmi á netinu þar sem foreldrar manns geta skoðað skólasókn manns. Hvaða fjandans rétt hafa foreldrar mínir til þess að skoða skólasóknina mína? Ég þarf ekkert að vera í þessum skóla. Þetta er mitt val að fara í hann og allar upplýsingar um mig, hegðan mína innan hans og skólasókn ættu að koma beint til mín, ekki til foreldra minna vegna þess að þetta er ekki á þeirra ábyrgð lengur.
Djöfull verð ég pirraður þegar ég hugsa um þetta.
..og já.. ég var orðinn svo þreyttur á því að fólk væri að stela kennaraprikunum úr stofunni okkar að ég fór í ránsferð um Cösu Christi. Náði að ræna 5 kennaraprikum og var næstum gripinn í 4.Z
Þetta er hættulegt líf að vera þjófur... atvinnuþjófur.
|
|
|