|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
föstudagur, maí 26, 2006
Þá er það komið á hreint.
Reyndar vissi ég þetta alltaf.
mánudagur, maí 22, 2006
Aumingjaskapur er einn versti óvinur mannkyns. Sá þankagangur að allir hafi það betur en þú, allir séu á móti þér og að enginn geti, vilji eða muni hjálpa þér nokkurntíman er ein ömurlegasta birtingarmynd mannlegrar tilveru. Aumingjaskapur þarf ekki einungis að vera af líkamlegum meiði, reyndar er hann sjaldnast þannig. Hann birtist í aðallega sjálfsvorkunn og ótta sem leiðir af sér væl, áhyggjur og kvíða. Fáir geta sýnt það af sér að vera lausir við allan aumingjaskap en það fer aldrei framhjá fólki hverjir þessir fáu eru. Það eru þeir sem hrinda hugmyndum í framkvæmd, það eru þeir sem valda þessari undiröldu í hugum allra þenkjandi manna og að lokum eru það þeir sem lenda ofan á. Það sem einkennir þá er staðfesta. Þeir standa og falla með hugmyndum sínum. Þeim er sama hvort þér líkar við sig eða ekki enda eru þeir jafn óhræddir við að eignast óvini og þeir eru við að eignast vini. Ég bíð einn af þessum fáu standi upp og láti í sér heyra. Fæstir hafa dug í sér fyrir slíkt.
|
|
|