|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, maí 11, 2005
Ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég ætla að djamma mikið eftir prófin. Ég er búinn fimmtudaginn 19. maí og ætla að verða alveg húrrandi fullur til þess að bæta upp fyrir það hversu lítið ég er búinn að drekka undanfarið. Svo kemur júróvisjón þar sem ég ætla að reyna að halda lítið partý og ef til vill verða ofurölvi. Sunnudagurinn fer svo í þynnku og panikkattakk vegna þess að ég verð að fara að vinna daginn eftir.
Svo verður tjaldferðin næstu helgina þar sem ég ætla að reyna að leggja af stað á föstudeginum, fara einhvert út í rassgat og hitta svo hina fimmtubekkingana á laugardagskveldinu. Eftir það verður væntanlega bara blackout.
Svona að lokum vil ég benda fólki á heimasíðu útskrifarferðar MR 2005
Bless.
mánudagur, maí 09, 2005
Það er ekki bara að ég sé vel fullnægður og sé ekki að fara í próf næstu tvo daga, heldur eru Dagur og Dabbi að fara í ólesna stærðfræði á morgun! Hahahahahahahaahahahahaha! Nú er hinsvegar þetta Júrógaul að fara að byrja aftur og hver hefði getað spáð fyrir að við myndum senda Selmu, blessunina, aftur. Það er þó ekki það sem hefur komið mér mest á óvart, heldur myndbandið við lagið hennar. Þarna hleypur hún Selma um 107 með stórhættulegan boga, klædd sem rauðhetta, og reynir ítrekað að myrða blásaklausan mann með misjöfnum árangri. Ekki tekst betur en svo að hún drepur gamla konu og brýtur rúður bæði á húsum og bílum, heldur króar hún karlangann af í húsasundi, myrðir hann og glottir svo illyrmislega. Ég spyr bara hvaða bandsjóðandivitlausi bavían átti þessa hugmynd! Og hvað... verður hún kannski hlaupandi um á sviðinu þarna í Kænugarði, myrðandi fólk með örvadrífu meðan hún ropar þessu garnagauli upp úr sér!?
Nei, ég bara spyr.
sunnudagur, maí 08, 2005
"Finnst ther oedlilegt ad kuka 5 sinnum a dag?" sendi Dagur mer i SMS-i. Ég svaradi: "Ekki ef thu hefur verid ad borda eitthvad vafasamt nammi" "Nei. Bara ad pæla. Eg var ad borda lykil" svaraði Dagur. Þá sagði ég: "Lyklar eru afar hægdalosandi".
Dabbi litli er búinn að setja upp bloggsíðu hér, og bara djöfulli fína. Á blogginu er hann að segja frá veðmáli okkar sem tekur gildi úti á Portúgal, Persónulegar deleringar og upphafningu á mikilmennsku, metróseksúalisma og höfðingjasemi minni. Lesið nánar um það hér
Gærkvöldið var glatað og þessi dagur er búinn að vera glataður. Nóttin var líka glötuð. En jæja, ég er víst ekki einn um það að vera í bænum helgina eftir próf. Bjössi ætlar að horfa á Jevróvarpið með mér og fyrir það er ég afar þakklátur. Takk Bjössi, þú ert öðlingur.
|
|
|