|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, maí 08, 2005
"Finnst ther oedlilegt ad kuka 5 sinnum a dag?" sendi Dagur mer i SMS-i. Ég svaradi: "Ekki ef thu hefur verid ad borda eitthvad vafasamt nammi" "Nei. Bara ad pæla. Eg var ad borda lykil" svaraði Dagur. Þá sagði ég: "Lyklar eru afar hægdalosandi".
Dabbi litli er búinn að setja upp bloggsíðu hér, og bara djöfulli fína. Á blogginu er hann að segja frá veðmáli okkar sem tekur gildi úti á Portúgal, Persónulegar deleringar og upphafningu á mikilmennsku, metróseksúalisma og höfðingjasemi minni. Lesið nánar um það hér
Gærkvöldið var glatað og þessi dagur er búinn að vera glataður. Nóttin var líka glötuð. En jæja, ég er víst ekki einn um það að vera í bænum helgina eftir próf. Bjössi ætlar að horfa á Jevróvarpið með mér og fyrir það er ég afar þakklátur. Takk Bjössi, þú ert öðlingur.
laugardagur, maí 07, 2005
Ég er hættur að reyna að blogga reglulega.
Ég var að lesa gamlar færslur eftir mig. Ooohhh hvað ég var yndislega reiður, allt annað en núna. Annars hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mannveran er alveg einstaklega leiðinleg lífvera. Eftir prófin eru allir, og þá meina ég hver einn og einasti jóðlandi júðasonur, að fara til útlanda eða út á land. Dagur til Stokkhólms, Lísa til Danmerkur, Dabbi í 4. bekkjartjaldferð, Jósep og Gummi í 6.bekkjartjaldferð, Mamma og Pabbi til einvers undarlegs lands, systir mín út á land og Bjössi...hmm... ég ætla að hringja í Bjössa.
Annars verð ég bara einn, blindfullur að horfa á Júróvarpið þar sem þessir rottuungar sem kallast "mínir nánustu" þurfa að hlaupa um allar trissur eins og brennimerktir bavíanar.
Ég mun ná fram hefndum.
|
|
|