|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Mér er byrjað að finnast gaman að horfa á CNN þegar verið er að tala um Norður-Kóreu, hryðjuverkaógnina og slíkt. Þegar ég segi "gaman" þá er ég ekki að tala um að mér finnist þetta áhugavert, bara gaman. Mér finnst það gaman að hann þarna Ding Dong í Norður-Kóreu sé að skjóta upp einhverjum voða lekkert flugeldum sem brotlenda allir nokkrum metrum frá landi. Mér finnst jafnvel enn skemmtilegra að nánast öll aðildarríki aðilasamtaka aðiladeildar aðila Sameinuðu Þjónanna séu að kúka í buxurnar af hræðslu vegna þess. Svo að ég tali nú ekki um rifrildið milli Japan og Kína. Alveg er það æðislegt að þessar þjóðir séu að rífast um einhver óbyggileg sker þarna úti á reginhafi. Ég fæ ekki nóg af því. Hvað ætla þau að gera við þessi sker? Hefja kakóframleiðslu? Taka yfir allan kakómarkað vesturlanda? Allir verða ólmir í kakóið frá skerjunum milli Japan og Kína. Nestlé má fara að vara sig. Einna skemmtilegast þykir mér þó að fylgjast með þessum byssó-leik milli Ísraels og Palestínumanna, Bandaríkjahers, talibana og balitana, tamíl-hænsna o.fl. jaðarhópa. Enginn veit lengur hver er að skjóta hvern þannig að þeir skjóta bara á þann næsta sem þeir sjá. Rosalega væri það gaman að senda 500 BNA-hermenn, 500 Talibana, 500 Tamil-Tígra, 500 Palestínumenn og 500 Ísraela til Hríseyjar og fylgjast með úr fjarlægð. Mér finnst þetta bara gaman og fyndið. Ég sest niður, kveiki á CNN og sé leikvöll fullan af fúlum krökkum að slást útaf rólum. Það er hundleiðinlegt að horfa á börn leika sér. Reyndar hata ég börn.
Innihaldslaust þvaður í boði Guðmundar Páls. Fokk. Bæ.
|
|
|