|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, júní 06, 2004
Ótrúlegt. ÓTRÚLEGT.
Þessar dúkkur hans Davíðs og hann sjálfur neita bara að gefast upp. Þetta er ótrúlegt. Núna ætla þeir að fara að breyta stjórnarskránni vegna þess að þeim líkar ekki við að hún geti stöðvað þá. Ég veit ekki hvað skal segja. Þessi niðursoðnu narthænsn halda að þau geti bara breytt öllu sem þetta land hefur unnið að, bara vegna þess að það stríðir í mót því sem þeir eru að reyna að fá í gegn.
Björn Bjarnason reynir nú með öllum ráðum að véfengja 26. grein stjórnarskráarinnar sem, að mér sýnist, virðist ekkert vera að takast. Það stendur þarna skýrum stöfum hvað forsetinn má gera! Síðan núna þegar hann beitir því, þá bara: "Nei, abbababb! Þessu verður að breyta vegna þess að núna getum við ekki fengið okkar framgengt"
Þeir reyna að forðast þjóðaratkvæðagreiðslu alveg eins og þeir geta vegna þess að þeir vita hvað þjóðin vill og ætla að ganga gegn því. Ég gæti skallað þessa hálfvita.
Ef þetta er svona rétt sem þeir eru að gera, þá ætti þjóðin að vera sammála þeim og þeir myndu vinna þessa atkvæðagreiðslu og hafa engar áhyggjur. En þeir VÍSVITANDI vilja ekki gera það sem þjóðin vill!
HVAÐ Í FOKKINGS ANDSKOTA, DAUÐA, ÞJÁNINGU OG SKRATTAKOLL Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA!?!?! HA!?
bless.
miðvikudagur, júní 02, 2004
Núna hefur aumingja Dell Optiplex GX115 tölvan mín orðið fyrir tíðum árásum hinna ýmsu auglýsinga og vírusa. Núna byrjar maður að velta fyrir sér hvaða árangur fyrirtæki halda að þetta beri. Halda þau virkilega að þegar ég fæ forrit sem neyðir sig inn í tölvuna mína og poppar svo upp á 2 sek fresti, skiptir um heimasíðu á netvafranum hjá mér og beinlínis skemmir tölvuna, að ég kaupi eitthvað af því sem auglýst er!?
Síðan byrjar maður að velta fyrir sér hvað vakir fyrir þessum svitamettuðu skjáglápurum þegar þeir búa þetta til. Vilja þeir bara skemma fyrir öðrum? Er svona hrikalega gaman að leggja mikið á sig til að búa til hræðilegt forrit sem skemmir eigur annarra af engri gildri ástæðu?
Hvaða api hefur þessi takmörk í lífinu?
Ég ákvað að pósta hérna einni mynd sem lýsir gremju minni vel.
|
|
|