|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, október 16, 2005
[súperman lagið spilar]
Dummdudummdudumm... Krakkar! Er þetta flugslys!? [fullt af krökkum]: Neeeeei! Dummdudummdudumm... Er þetta lestarslys!? [fullt af krökkum]: Neeeeei! Dummdudummdudumm... Er þetta svartidauði!? [fullt af krökkum]: Neeeeei! Dummdudummdudumm... Er þetta Gummi Palli að eiga í samskiptum við einstakling af gagnstæða kyninu!? [fullt af krökkum]: Jaaaaaá!
...Annars fór ég í Kringluna í dag með tveimur litlum frændum mínum þar sem við fengum okkur Dómínós pítsu og unnum 200 kall í happrdrætti.
laugardagur, október 15, 2005
Það er eitthvað að mér. Í alvörunni. Ég var á árshátíð Skólafélagsins á fimmtudaginn og mér tókst að klúðra öllu í stelpumálum á aðdáunarverðan hátt. Alveg á ég nú klapp skilið fyrir þessa frammistöðu. Manstu þegar þú klúðraðir því að koma með gjöfina í afmæli vinar þíns?Nú, eða þegar þú gleymdir spólunni heima sem þú ætlaðir að skila? Margfaldið þetta með svona 30 og þá fáið þið óljósa hugmynd um aðfaranótt föstudagsins hjá mér. Ojbarasta. Ég gæti röflað um þetta endalaust. Ég á einfaldlega ekki að hegða mér svona. Það er eitthvað að mér.
Í alvörunni...
fimmtudagur, október 13, 2005
Jæja, þá er hann Gummi F., fáráðlingurinn, búinn að klukka mig og Jósep. Best að ljúka þessu bara af...
1. Ég var rosalega leiðinlegt barn. 2. Ég tala við toppinn minn. 3. Ég og systir mín (líka hérna)slógumst oft í æsku. Þrátt fyrir að hún væri þrem árum eldri vann ég oftast, t.d. þegar ég þrumaði 50kalli á milli augnanna á henni þegar ég var svona 4-5 ára. Hún var með ör eftir það geðveikislega lengi. Eina skiptið sem hún vann mig var þegar hún hrinti mér þegar ég var fótbrotinn og í gipsi. Þetta þróaðist seinna út í tannburstaskylmingar. 4. Ég tók einusinni kött upp á skottinu, sveiflaði honum í hringi í kringum mig og fleygði út í sundlaug. 5. Einusinni týndist ég heima hjá mér.
Núna klukka ég Bling-gellurnar
|
|
|