|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Ég veit að ég blogga aðeins of hratt, en þetta er bara svo svakalega absúrd. Ég var hjá ömmu í kvöldmat og var hún með einhverskonar kjöt á boðstólnum. Við vorum þrjú sem sátum við borðið. Ég, amma og Vigga. Svo kom amma með matinn fram og samanstóð það af 9 stórum kjötbitum, ógeðslega miklu meðlæti og svo eftirrétt. Ég borðaði tvo bita og hæfilega mikið meðlæti, gekk þá frá hnífapörunum og þakkaði fyrir matinn. Þá rak amma upp stór augu (eins og ALLTAF þegar ég klára að borða) og sagði með svakalegum undrunartón:
"Ertu búin að borða!?" Ég: "Já, það er ég" ...svo kom fyrirsjáanlegasta setning alheimsins Amma: "Æ, mér finnst þú borða svo lítið" Ég (dauðþreyttur á að fá alltaf þetta svar): "Já, mér finnst þú elda mikið!"
Ég er að vona að hún hafi ekki heyrt í mér. Hún er nefnilega svolítið heyrnardauf.
Djöfull er þetta ástand í miðausturlöndunum byrjað að fara í taugarnar á mér. Það eru birtar skopmyndir af Múhammeð spámanni og allt verður VITLAUST. Skopmyndirnar eru alls ekki málið. Fólk er bara að mótmæla vegna þess að leiðtogar þeirra eru búnir að kynda alveg gífurlega undir þessu. Fæstir vita að Egypskt blað birti helvítis skopmyndirnar í október og hver mótmælti þá? Nei, mótmælin biðu þar til það hentaði leiðtogum þeirra ríkja sem "móðguðust", og svo eru þessir friðarflaggsveifandi hvalaelskendur, í sinni örvæntingarfullu tilraun til þess að virðast vera góðir og fordómalausir, hrópandi fáránleg slagorð til styrktar sjítaklerkum í Írak á borð við: "Biðjið þau afsökunnar!"
Biðja þau afsökunnar!? Á hverjum andskotanum!? Eru það okkar prestar sem eru að kalla þau heiðingja og villutrúarmenn? Nei! Erum við að brenna sendiráð þeirra, kastandi steinum í þau og skerandi höfuðið af blásaklausum múslimum á vídjói vegna þess að þau gera ofangreint? NEI!
Svo baðst líka helvítis ritstjórinn afsökunnar! en þetta snýst ekki um það lengur. Nú er verið að reyna að hræða okkur til ritskoðunnar. Það má ekki viðgangast. Ekki núna, ekki nokkurntíman! Misskilningurinn er sá að allir segja að við, vestræn ríki, séum með fordómana. Hvernig í andskotanum fær fólk það út? Vissulega erum við með fordóma, en þeir virðast afar litlir þegar þeir eru bornir saman við fordóma meirihluta múslima í garð okkar. Núna halda einmitt mannræningjar í Írak konu, sem starfaði þar á vegum kristilegra hjálparsamtaka, í gíslingu og hóta að drepa hana verði ekki öllum kvenföngum í Írak sleppt. Hvernig bregst maður við slíku? Við semjum ekki við mannræningjana vegna þess að þá ræna þeir bara aftur og setja fram enn fáránlegri kröfur. Svo er núna verið að rannsaka það þegar breskir hermenn gengu í skrokk á einhverjum íröskum unglingum. Sjíaklerkurinn Muqdata al-Sadr stökk til og fordæmdi árásina. Sagði hana brot á mannréttindum og ég sver það, ég sá lítið tár renna niður vanga hans. Æ, hvað hann er góður. Hvar voru fordæmingar hans hinsvegar þegar íraskir uppreisnarmenn sendu lítinn krakka, ekki eldri en 7 ára, með sprengiefni í átt að bandarískri bílalest!? Hvar voru fordæmingar hans, þegar kona gekk inn í hóp íraskra karlmanna sem vildu bæta landið með því að skrá sig í lögregluna, og sprengdi sig í loft upp ásamt 21 öðrum!? Það eru óteljandi dæmi, en hvar voru andskotans fordæmingar hans!? Hann er sjía klerkur og þykist vera maður fólksins. Klerkar sem hann hafa aldrei þurft að líða skort á ævi sinni. Þeir hafa nærst á vanlíðan, vanþekkingu og vannæringu samborgara sinna. Þeir heilaþvo lýðinn með predikunum um að þú fáir 10 hreinar meyjar í himnaríki ef þú fremur sjálfsmorð með sprengingu sem drepur eins marga og hugsast getur. Svo dirfast þeir til þess að fordæma þegar breskir hermenn flengja einhverja táningsstráka sem líklegast áttu það skilið! Þetta finnst mér samt ekki verst. Verst finnst mér þegar einhverjir klútavafðir, bómullartroðnir, kaffisötrandi tussur safnast saman á "kaffi kúltúra" og sjóða þar saman hrærigraut innantómra orða um hvað þeir eru sko á móti stríðinu í Írak. Við náðum því. Þetta segja þeir, en hafa ekki nokkra hugmynd um hvernig á að taka á málunum núna. Eigum við að kalla alla hermennina heim, segja "adíós amígós" og flýja? Mér þætti í rauninni gaman að sjá hvað gerðist þá. Þeir eru svo pólitískt réttsýnir að mér býður við því. Mér verður flökurt. Ég kasta upp.
Ég segi að við birtum 24 (tvöfalt meira) nýjar skopmyndir af Múhammeð! Ekki vegna okkar eigin fordóma, heldur til þess að sýna heiminum um hvað þetta raunverulega snýst, og treystið mér, þetta snýst ekki um myndirnar.
Jæja, ég er að halda partý núna og er alveg svaaaakalega drukkinn þannig að ég ætla að setja eina alveg djöfulli svæsna færslu hérna inn.
Ég, í mínu mesta sakleysi, gekk inn ganginn. Ég ætlaði að spyrja þau hvort þau væru með fjarstýringuna að afruglaranum svo að ég gæti sett á bíórásina. "Wrong move". Ég tók í hurðarhúninn. Ég tók skref nær hurðinni og þrýsti á hana. Ég tók annað skref og hafði þá, óafvitandi, stigið inn á óvinasvæði. Næsta skref réði úrslitum þess hvort kynhvöt mín væri nokkur það sem eftir lifði ævi minnar.
Ég tók annað skref.
Það sem ég sá var handan mannlegrar lýsingar. Ég dó að innan. Heimur minn féll saman. Guðminngóður. Faðir minn, hinn virti lögfræðingur, og móðir mín, annar virtur lögfræðingur, voru að hafa mök. Ég stirðnaði upp. Ég dó.
Þarna stóð ég. Sjarfur.
Hvað var að gerast? Ha? Ég veit ekki. Nei. Uss.
Ég: "ööööhh... fjar..." Pabbi: " !?!?!?!?!?!?!?!?! HVAÐ VILTU!!!??!?!" Ég (gersamlega stjarfur): GGöö.....ööööhhh... Pabbi(buttnaked með mömmu): "HVAH DJÖÖÖÖ!!!?!?!!?" Ég: "Fjar......ööööhhh..... " Þarna gekk ég út.
Ég ráðlegg engum að sjá foreldra sína geraða. Þau geraða nebblilega.
ps. Lagaði innsláttarvillur á þessari annars ágætu færslu, edrú
föstudagur, febrúar 10, 2006
Jæja, ég ætla að setja mynd af einu þekktu andliti skólans og alræmdum hössler, sem btw. gisti ein heima hjá mér ásamt 4 strákum. Enjoy.
 Hahahahahaha
Annars héldum við upp á litla afmælið hennar Renötu á Vegamótum aðfaranótt fimmtudagsins. Ég mætti þarna þegar þau voru búin með 3 bjóra en náði þeim fljótt. Svo var mannskapurinn orðinn ansi drukkinn og þá bauð þjónninn okkur frí opal staup ef við færðum okkur á annað borð. Við þáðum það (enda sannir íslendingar) og færðum okkur niður. Þar tók ég Ingunni, Renötu og kannski einhverjar fleiri í samlokur með strákunum ásamt fleiru. Þegar ölvunin stóð sem hæst var ég að labbað að borðinu, ætlaði að hlamma mér ofan á stólinn, sem tókst reyndar, en stólinn bara flaug undan mér og ég á rassgatið. Svo fórum ég, ->Renata, Óskar<-, Siggi og Gunni heim til mín, átum Coco Pops og fórum svo að sofa. Vöknuðum ógeðsleg, fórum á Subway og svo í skólann, ógeðslega ónýt.
Skrýtið, þegar ég hugsa um það man ég eiginlega ekki eftir því að hafa verið í skólanum í dag.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Það er ekki hægt annað en að elska að vera íslendingur. Íslendingar eru svo frábærir nefnilega. Íslendingar gera nefnilega allskonar hluti sem aðrir gera ekki og svo eru íslendingar líka hetjur sem bjarga fólki. Íslenska málið er líka svo gasalega fallegt.
Stundum skammast ég mín samt fyrir að vera íslendingur.
---
Hvað er þetta? Hvað er að gerast? Varð hárið á manninum hennar svona þegar hann frétti þetta? Þarf ég að fara að flýja land eða...? Hvað kemur næst? Brynja Björk, löggild hnakkamella, þáttastjórnandi Kastljóss?
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Mamma og Pabbi eru í Genf að gera égveitekkihvað. Svo hringdi pabbi í mig:
Pabbi: "Jæja... sæll og blessaður, er ekki allt í lagi heima?(ásakandi)" Ég:"Pabbi, það eru 10 klukkustundir síðan þú fórst í loftið. Ég svelt, er gjaldþrota, kveikti í húsinu og keyrði báða bílana í klessu. Hjálp (rosalega kaldhæðnislega)." Pabbi:"Ókei, ókei, ég skil. Rólegur, ég bara spurði. Hvað ætlarðu annars að fá þér að borða í kvöldmat?" Ég: "Ég er með eitthvað pasta hérna sem ég get hitað." Pabbi: "Ha? ég ætla ekki einusinni að spyrja hvað það er!" Mamma (í bakgrunni): "SPYRJA HVAÐ HVAÐ ER!?" Pabbi: "EITTHVAÐ TÁTSÍ SEM HANN ÆTLAR AÐ FÁ SÉR Í KVÖLDMAT" Ég: "Nei, pabbi... ekki tátsí! Pasta!" ... en það var of seint. Mamma(greinilega að berjast við pabba um símtólið): "Tátsí!? Hvað er það eiginlega!?" Pabbi (talandi ofan í mömmu): "Ég veit það ekki. Örugglega eitthvað indverskt!" Svo náði mamma símtólinu af pabba og gargaði á mig: "Hvað er þetta Tátsí sem þú ætlar að fá þér!?" Ég: "Mamma, ég ætla ekki að fá mér neitt tátsí ég ætla..." Svo er gripið fram í fyrir mér: "Hvað ætlarðu eiginlega þá að fá þér að borða? Er systir þín ekki heima!? Þarf ég að hringja í ömmu þína og láta hana bjóða þér í mat!?" Ég: "ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR PASTA, EKKI EITTHVAÐ FOKKING TÁTSÍ!" - og skellti á.
mánudagur, febrúar 06, 2006
Jæja, bekkurinn fór á Snæfellsnesið heim til hennar Renötu að djamma. Á leiðinni þangað munaði einum dropa að ég við yrðum bensínlaus en svo rákumst við á bensínstöð á elleftu stundu. Við komumst síðan í Lýsuhólslaug, ég setti upp græjurnar og við djömmuðum eilítið þar. Svo fórum við heim til Renötu og fórum í Singstar, urðum full, grilluðum hamborgara(ég og Jósep steiktum reyndar okkar), og svo gerðist eitthvað... rugl. Það síðasta sem ég veit að gerðist með mig (Man ekkert eftir því) var að ég sagði við Gumma F: "Gummi, djöfull er ég fullur..." og hrundi svo á gólfið.
Á bakaleiðinni urðum við svo aftur næstum bensínlaus. Það var glatað.
|
|
|