|
|
...Ekki reyna að mótmæla eftirfarandi:
sunnudagur, apríl 02, 2006
Amma kom hingað í hádegiskaffi og núna eru hún og mamma að eiga eitt leiðinlegasta, innihaldslausasta, þvaðurkenndasta ígildi samtals sem ég hef nokkurntíman heyrt.
Amma: "... og svo hringdi hún Gugga, vinkona mín í mig.." Mamma(í innsoginu): "Jájá" Amma: "Hún er hérna... móðursystir hennar Ingveldar, eiginkonu hans Friðriks..." Mamma: "jájá, einmitt" Amma: "...Þau komu einmitt í morgunverðarboð til mín einusinni þar sem hún Ingveldur sagði mér frá því þegar bíllinn hennar bilaði..." Mamma(í innsoginu): "Jaaaáá" Amma: "... henni fannst það alveg skelfilegt vegna þess að hún missti af fermingu dóttur vinkonu sinnar, hennar Sigríðar sem er dóttir hennar Friðriku. Friðrika var einmitt með honum Theodór í bekk í grunnskóla en þau þekktust ekki mikið þar..." Mamma: "jaaaájá" Amma: "... en hún Gugga spurði mig hvar golfvöllurinn væri! Ég sagðist ekkert vita um það náttúrulega.." Mamma(í innsoginu): "jájá" Amma: "Hún spurði mig hvort að Þórhildur og Eiríkur væru ekki alltaf þar, ég sagði bara "jújú" en að ég kynni ekkert leiðina á golfvöllinn" Mamma: "einmitt, jaaaá"
Ég er að spá í að flýja ef þetta heldur áfram mikið lengur. Þetta er ómannúðlega fokking leiðinlegt samtal.
föstudagur, mars 31, 2006
Ég held að ég sé með besta starf í heimi. Horfa á lélegar myndir og hlusta á góða tónlist. Kannski að maður hætti bara í skóla og gerist Hasselhoff vídjóleiganna?
Annars er langt síðan ég hef séð jafn gott framlag til heimsins og þetta.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Ég var að komast að því að Davíð Hasselhoff er fæddur í Maryland í Bandaríkjunum! ÉG ER FÆDDUR ÞAR! Héðan í frá vil ég vera kallaður Guðmundur Páll Hasselhoff! "The Hasselhoffman!"
Æðislegt. Alveg hreint æðislegt. Stelpurnar eiga eftir að slefa yfir mér þegar þær frétta af þessu.
miðvikudagur, mars 29, 2006
Jæja, það er tilkynning komin upp á partýbekkjarbloggið! Endilega kíkið á hana.
Annars er bara búið að vera frekar tíðindalaust síðustu daga. Renata vill að ég bloggi meira. Ég reyni, ég reyni eins og ég get!¨
Annars er grímuballið á næstunni. Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara á það og ef ég fer, hvað í fjandanum ég eigi að vera. Ég er nefnilega að fara að dimmitera daginn eftir það... þannig að það yrði frekar glatað að dimmitera þunnur.
Annars er ég að spá í að vera háhýsi...jafnvel flugvél. Kannski verð ég bara tómatur.
mánudagur, mars 27, 2006
Fann 20 evru seðil liggjandi á götunni og 500 kall í rassvasanum sem ég vissi ekki að ég ætti. Þetta er búin að vera góð helgi fyrir utan fyrstu klukkutíma gærdagsins, þá var ég ógeðslega þunnur og með eggjahræru í hárinu af einhverjum ástæðum. Já, ég var semsagt í afmæli Ingunnar og Möggu á laugardaginn. Það var haldið á Vegamótum og var óggsla gaman... fyrir utan það þegar ég fékk egg í hausinn. =(
|
|
|